Blóðgjafar - Járn

Eftirfarandi bréf er ætlað blóðgjöfum (virkum og nýjum) þegar járnbirgðir þeirra mælast undir ákveðnum gildum:

Kæri blóðgjafi / nýliði!

Við síðustu blóðgjöf/mælingu reyndust járnbirgðir þínar í blóði (ferritín) vera tiltölulega lágar (<20 µg/L), en eru þó enn yfir viðmiðunarmörkum fyrir blóðgjafa. 
Vegna þessa mælum við með því að þú takir inn járntöflur og einnig höfum við lengt þann lágmarkstíma sem líða þarf á milli blóðgjafa um 4 vikur. Ef þú átt bókaðan tíma í næstu blóðgjöf fellur hann niður. 

Járntöflur má kaupa í öllum apótekum. Auk þess getur þú, þér að kostnaðarlausu, nálgast tilvísun á járntöflur í Blóðbankanum á opnunartíma. 

Lágmarksgildi fyrir blóðgjöf eru:

Blóðrauði (hemoglobin):    Konur: 125 g/L    Karlar: 135 g/L

Járnbirgðir (S-ferritin):        Nýir gjafar: 16 µg/L     Virkir gjafar: 10 µg/L

Blóðrauði og ferritín eru mæld í blóði við hverja blóðgjöf. Tilgangur eftirlitsins er að koma í veg fyrir járnskort en við blóðgjöf tapast u.þ.b. 250 mg járns úr líkamanum. 
Járnskortur og  blóðleysi geta þó stafað af mörgum öðrum þáttum en blóðgjöfum. Sjá bækling um járnbúskap

Óskir þú eftir nánari upplýsingum er þér velkomið að hringja í Blóðbankann. Sími 543 5500

 
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania