MSM og blóðgjafir

Gögn varðandi sérstakar reglur um blóðgjafir. Gögn um MSM og blóðgjafir

Yfirlýsing yfirlæknis Blóðbankans 5. ágúst 2014

Hér getur að líta nýlegar greinar og skjöl varðandi þau málefni er tengjast umræðu um það hvort karlmenn sem hafa haft kynmök við aðra karlmenn (men-who-have-had-sex-with-men; MSM) megi gefa blóð.

Donor criteria MSM Canadian perspective Transfusion 2014

JAMA july 2014 

Blóðbankinn hefur um langt skeið miðlað fræðsluefni um þetta málefni af alþjóðlegum vettvangi og um rúmlega árs skeið hefur tengill á heimasíðu okkar haft fjölbreytt efni úr alþjóðlegri umræðu um þetta mál.

Það er von okkar að sú umræða verði opnari, fjölbreyttari og upplýstari fyrir vikið.

Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd. Ljóst er að fjöldi aðila á að koma að þeirri umræðu; heilbrigðisyfirvöld, stofnanir heilbrigðisyfirvalda s.s. Landlæknir, embætti Sóttvarnalæknis, starfsfólk Blóðbankans, annað fagfólk innan heilbrigðisþjónustu, sjúklingasamtök, almenningur, samtök sem láta sig varða málefni samkynhneigðra, önnur mannréttindasamtök ofl. Ég hygg að reynsla Kanada sé dýrmæt í þessu tilliti.

Nýleg umræða í fjölmiðlum um þessi málefni gefur starfsfólki Blóðbankans gott tækifæri til að koma áleiðis til almennings fróðleik um þessi málefni þ.e. alþjóðlega umræðu um þá umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (men who have had sex with men, MSM)

Mig langar að nefna nokkur atriði af þessu tilefni, sem oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma

(1) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi. Það er í raun um að ræða opna umræðu um allan heim um þessi málefni. Fólk getur gert google leit fyrir "MSM" og "donation" eða "blood donation" og fengið aragrúa tengla og samþykkta um þetta málefni. Þetta er alþjóðleg umræða. Þessi regla heilbrigðisyfirvalda er engan veginn sérstök fyrir Ísland.

(2) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans. Þetta er (líkt og kemur skýrt fram í þessum tengli) um heim allan reglur heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi, og einungis í valdi heilbrigðisyfirvalda hvers lands að breyta þessu.

(3) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Í raun hafa einstaka lönd (heilbrigðisyfirvöld þeirra landa) liðkað til um reglur í þessu tilliti, en ALDREI (mér vitanlega) með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM; en miklu fremur leyfa blóðgjöf þeirra MSM sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í 1, 5 eða 10 ár (mismunandi eftir löndum). Þetta hefur verið nefnt "temporary deferral" í stað "permanent referral".  Þetta er vel skýrt í samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda (Committee of Ministers) frá mars 2013 (sjá yfirlýsingu dags. 27. maí 2013 hér að neðan). Hefur þetta vakið blendin viðbrögð félagasamtaka og fjöldahreyfinga í viðkomandi löndum.

(4) Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, "klippt og skorið". Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni, Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma.............á báða bóga.

(5) Heilbrigðisyfirvöld hvers lands geta ákveðið að breyta sínum reglum eða ákveðið að breyta ekki sínum reglum. Ísland var aðili að samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda um þetta málefni, og verður að gera ráð fyrir því að ef þessi mál verða skoðuð nánar þá muni hérlend yfirvöld fylgja því vinnuferli sem þar var samþykkt. Í því sambandi verður að telja líklegt að fjöldi aðila (fagaðilar, félagasamtök, sjúklingasamtök ofl.) verði kallaður að málinu. Gera verður ráð fyrir gleggra mati á tíðni sjúkdóma sem geta borist með blóði, áætlun um nánari skimunaraðferðir, samræmdu áhættumati ofl ofl.

Ég fagna upplýstri umræðu um þessi málefni og því höfum við kappkostað að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðu okkar, www.blodbankinn.is

_____________________________________________________________________________

Samþykkt evrópskra heilbrigðisyfirvalda (Committee of Ministers) á vettvangi Evrópuráðsins í Strassbourg leitast við að skýra afstöðu heilbrigðisyfirvalda þessara landa, og nefna forsendur þessarar reglu og þeim skilyrðum sem þurfa að vera til staðar til að breyta þeirri reglu.

Þessa skýrslu:

1. Samþykkt ráðherranefndarinnar sem er skipuð heilbrigðisráðherrum allra aðildarríkjanna (eða fulltrúum sem þeir hafa valið fyrir sína hönd).

Resolution CM_Res_2013_3_MSM_blood donation_march_2013.pdf

2. Technical memorandum inniheldur margvíslegar áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar

MSM technical memorandum PA_PH_TS (11) 28R.pdf

og fleira finnið þið neðar á þessari síðu í eldri innleggjum um þetta mál.

Sóttvarnalæknir, Landlæknir og Velferðarráðuneyti eru vel upplýst um þessi mál í alþjóðlegu samhengi.  Allar þessar stofnanir heilbrigðisyfirvalda eru virkar í alþjóðlegu samstarfi og þekkja þessi málefni.

Þeir hafa fengið afrit þessara skjala.

Ekki hefur af hálfu ráðuneytisins verið boðuð breyting á þessari reglu, svo mér sé kunnugt. Ráðuneytið hefur ekki leitað álits Blóðbankans á þessum málefnum.

Sérstök ráðgjafanefnd heilbrigðisráðherra um málefni blóðbankaþjónustu hefur ekki fjallað um þessi málefni, svo mér sé kunnugt, né heldur hefur heilbrigðisráðherra vísað þessu málefni til þessarar ráðgjafanefndar ráðherrans, svo mér sé kunnugt um.

 

Með vinsemd og virðingu

Sveinn
_________________________________________
Sveinn Gudmundsson MD PhD,
director, Blood Bank, National University Hospital
Reykjavik Iceland

27. maí 2013

Yfirlýsing frá yfirlækni Blóðbankans um MSM og blóðgjafir

Til að auka enn frekar upplýsingagjöf og gegnsæi í almennri umræðu um þetta málefni þá vil ég koma hér á framfæri nýlegri samþykkt ráðherranefndar heilbrigðisráðherra allra aðildarlanda Evrópuráðsins í Strassbourg.

Þar er fjallað um hæfi til blóðgjafa og áhrifaþætti á öryggi blóðhluta.

Þarna kemur ýmislegt fram sem fróðlegt er að skoða mtt. alþjóðlegrar umræðu um MSM og blóðgjafir (hvort "karlmenn-sem-hafa-haft-mök-við-karlmenn" "MSM") megi gefa blóð eða hvaða sérstöku reglur gildi um það. Hér getur að líta þessa samþykkt ráðherranefndarinnar eins og hún er kynnt á heimasíðu Evrópuráðsins

http://hub.coe.int/

http://hub.coe.int/en/

sjá hér tengil í samþykktina á vef Council of Europe "CM/Res(2013)3E / 27 March 2013"

Hér getur að líta samþykkt ráðherranefndarinnar sem er skipuð heilbrigðisráðherrum allra aðildarríkjanna (eða fulltrúum sem þeir hafa valið fyrir sína hönd).

Resolution CM_Res_2013_3_MSM_blood donation_march_2013.pdf 

Technical memorandum inniheldur margvíslegar áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar

MSM technical memorandum PA_PH_TS (11) 28R.pdf

Bréf til aðildarlanda frá Council of Europe

EDQM sexual behviour donors.letter.april.2013.pdf 

Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld í sérhverju landi hafa víðtækar skyldur gagnvart blóðbankaþjónustu síns lands

CoE.Recommendation R(88)4; Responsibilities of health authorities in the field of blood transfusion.pdf

eins og þetta klassíska skjal gerir skýra grein fyrir.

Ég vil vekja sérstaklega athygli á því að vitanlega er hér fjallað um ábyrgð HEILBRIGÐISYFIRVALDA hvað varðar slíkar reglur um blóðgjafir og MSM
en það er VITANLEGA EKKI á valdi einstakra blóðbanka að taka ákvörðun um slíkt málefni.

Menn skyldu gjarnan hafa það hugfast í umræðu um þessi málefni: þau eru á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda hvers lands.
Þessar ráðleggingar Evrópuráðsins eru heilbrigðisyfirvöldum aðildarlandanna til leiðsagnar í því starfi.
 
_________________________________________
Sveinn Gudmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.         

 

 

27. mars 2013

Frá yfirlækni Blóðbankans

Hér getur að líta ýmislegt fróðlegt efni sem tengist ákvörðun breskra heilbrigðisyfirvalda að breyta reglum sínum hvað varðar bann við blóðgjöf karla sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM). Þessar breytingar tóku gildi síðla árs 2011.

Karlmönnum sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM) er nú leyfilegt að gefa blóð í Bretlandi, ef þeir hafa ekki haft mök við annan karlmann síðustu 12 mánuði fyrir blóðgjöfina.

Hér getur að líta samantekt sérstakrar ráðgjafanefndar breskra heilbrigðisyfirvalda og gagnleg dæmi um greinar í læknisfræðilegum tímaritum bæði fyrir og eftir þessa breytingu. Þar er meðal annars gerð grein fyrir þeim skimunaraðferðum sem notaðar eru í Bretlandi og víðar; svonefndri kjarnsýrugreiningu (NAT-screening).

Ég vona að áhugasamir geti haft gagn af þessu.

GÖGN um ákvörðun breskra heilbrigðisyfirvalda 2011

MSM.UK.SABTO.april 2011.dh_129909.pdf

SABTO_UK-ráðgjafarnefnd_ársskýrsla_2011.pdf

SABTO review_TransfMed_editorial_2011.PDF

MSM UK 2011_blood-donor-selection_2011-11_07.pdf

UK NHS MSM_change_note_2011_17.pdf

Ýmsar greinar úr læknisfræðitímaritum í Bretlandi um þetta málefni

UK_MSM_BMJ_new_2011.pdf 

Bad_blood_BMJ_2009.pdf

Blood_donation_MSM_editorial_BMJ_2011.pdf  

BMJ_2009_MSM_headtohead.pdf

Call_for_action_HIV_MSM_Lancet_2012.pdf

Challenges_HIV_prevention_MSM_Lancet_2012.pdf

Clinical_care_MSM_Lancet_2012.pdf

Global_epidemiology_HIV_MSM_Lancet_2012.pdf

HIV_MSM_4_Lancet_2012.pdf

Increased_HIV_testing_MSM_BMJ_2012.pdf

MSM_BMJ_2009_different opinions.pdf

MSM_view_Sothern_BMJ_2011.pdf 

 

 

22. mars 2013

Yfirlýsing frá yfirlækni Blóðbankans

Hér getur að líta ýmis gögn er varðar þá alþjóðlegu umfjöllun sem hefur verið um bann við blóðgjöf karlmanna sem hafa haft kynmök við aðra karlmenn ("men-who-have-sex-with-men, MSM).

Hér verða lögð fram ýmis gögn sem geta verið hjálpleg til að átta sig á þeirri umræðu sem hefur verið af þessu tilefni.........um allan heim ..........síðustu áratugina.

Þessi umræða einskorðast ALLS EKKI við Ísland. Þessi umræða hefur verið öflug, virk og heit um allan heim.

Þessi umdeilda regla um hömlur á blóðgjöf MSM byggir EKKI á sérstökum reglum Blóðbankans á Íslandi. Hér er um að ræða reglu sem er viðhöfð í allflestum löndum sem við þekkjum til.

Það er á hendi HEILBRIGÐISYFIRVALDA í hverju landi að móta stefnu á þessu sviði. Blóðbankar um heim allan vinna síðan á grunni þeirrar stefnu og framkvæmdar sem mótuð er af heilbrigðisyfirvöldum.

Það er sömuleiðis á verksviði heilbrigðisyfirvalda að upplýsa almenning með skilvirkum hætti um áhættumynstur ýmissa smitnæmra sjúkdóma í íslensku þýði, meðal nágrannalanda okkar og í fjarlægum löndum. Þess er að vænta að íslensk heilbrigðisyfirvöld muni bæta upplýsingar sínar til almennings um þessi málefni. Ég mun því gæta þess að leggja inn á þessa síðu margvíslegt efni frá heilbrigðisyfirvöldum annarra landa sem varpa skýru ljósi á þessi málefni og geta jafnframt verið íslenskum heilbrigðisyfirvöldum mikilvæg fyrirmynd á þessu sviði.

Ég mun gæta þess á næstu vikum að leggja hér fram fleiri og fjölbreyttari gögn sem geta verið til gagns fyrir þá sem eru áhugasamir um þessi málefni.

Það er von mín að þessi gögn geti verið áhugasömum til gagns í þessari mikilvægu umræðu.

Það er sömuleiðis von mín að okkur takist öllum að halda uppi málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga málefni, og gæta virðingar fyrir mismunandi sjónarmiðum í hvívetna.

Ýmis gögn á PDF formi varðandi MSM:

Minnispunktar stjórnsýslukæra mars 2011

Fylgiskjöl Blóðbankans v.stjórnsýslukæru mars 2011.PDF

MSM Transfusion Medicine Reviews

Skýrsla Nýja Sjáland 2008

Is there a right to donate blood? Patient rights; donor responsibilities

Mbl 1986 - 1

Mbl 1986 - 2

Mbl 1986 -3

Mbl 1986 - 4

 

 

7. mars 2013 

Yfirlýsing frá yfirlækni Blóðbankans í tilefni opinberrar umræðu um bann við blóðgjöfum karla sem hafa haft kynmök við karla.

Enn einu sinni hafa skapast miklar umræður á samfélagsmiðlum um þá reglu sem tíðkast víða um heim að karlar sem hafi haft kynmök við karl(a) megi ekki gefa blóð.

Slík umræða er bæði skiljanleg og eðlileg. Mikilvægt er að sú umræða sé málefnaleg og rekin af virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum. Eðlilega hefur þessi umræða farið fram í öllum löndum heimsins og einskorðast engan veginn við Ísland. Við getum því sótt í umræður og umræðuhefð annarra landa til að auðvelda okkur skoðanaskiptin.

Áhugasamir geta aflað sér eigin gagna meðal annars með því að gera vefleit með leitarorðum eins og "MSM" og "donation" eða "blood donation". Munu þau þá kynnast alþjóðlegri umræðu um þetta málefni. Ef fólk á þess kost að kynna sér efnisatriði þessarar umræðu um heim allan er þess að vænta að umræðan geti orðið bæði upplýsandi og uppbyggileg. Með sama hætti má auðvelda fólki að sneiða hjá mjög gildishlöðnum upphrópunum og tryggja að umræðan snúist miklu fremur um efnisatriði málsins.

Á liðnum árum hef ég svarað fjölda fyrirspurna frá leikmönnum og löglærðum um þetta málefni. Þar hef ég meðal annars kappkostað að vísa á erlendan praksís í þessum málum. Þessi regla; að karl sem hefur haft kynmök við annan karl megi ekki gefa blóð (MSM; men-who-have-had-sex-with-men) hefur verið í gildi um heim allan um áratuga skeið. Á síðustu árum hafa heilbrigðisyfirvöld nokkurra landa gert þannig breytingu á þessum reglum að karlar sem hafa ekki haft kynmök við annan karl um 1 árs, 5 ára eða 10 ára skeið (mismunandi praksís landa) megi gefa blóð. Má þar meðal annars benda á Bretland, Svíþjóð, Ástralíu og Nýja Sjáland.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki gert slíkar breytingar hér á landi, né heldur hafa þau boðað slíkar breytingar. Mér vitanlega hafa sóttvarnayfirvöld ekki gert neinar ráðstafanir til skýrslugerðar eða samantektar sem gæti verið grundvöllur að áhættumati við slíka breytingu.

Í vestrænum nágrannalöndum okkar þá hafa ráðgjafanefndir heilbrigðisyfirvalda og/eða yfirvöld sóttvarna í viðkomandi landi lagt fram slíkar skýrslur eða áhættumat til að leggja fram í opna þjóðfélagsumræðu. Eftir atvikum hafa heilbrigðisyfirvöld viðkomandi landa síðan tilkynnt ákvörðun sína um að breyta reglum eða halda þeim óbreyttum.

Eftir tvær vikur mun ég leggja fram á vef Blóðbankans www.blodbankinn.is, skjal sem hefur tilvísan í mikilvæg efnisatriði, samantektir, skýrslur og ákvarðanir erlendra yfirvalda og stofnana á þessu sviði og er það von mín að með bættu aðgengi almennings að slíku efni þá geti umræðan orðið upplýstari. Ennþá vantar talsvert uppá það að íslensk heilbrigðisyfirvöld séu með efni á sínum vef sem stenst samanburð við heilbrigðisyfirvöld margra vestrænna landa.

Það er von mín að framsetning þessara erlendu gagna á vef Blóðbankans geti með betri hætti en áður (1) tryggt upplýsingar og fræðslu til almennings um stöðu þessara mála á alþjóðlegum vettvangi (2) verið íslenskum heilbrigðisyfirvöldum hvatning að nýta sér erlendar fyrirmyndir um upplýsingamiðlun á þessu sviði; meðal annars hvað varðar áhættumat smitsjúkdóma s.s. lifrarbólgu B, lifrarbólgu C og HIV í íslensku þjóðfélagi með erlendum samanburði og skírskotun.

Á grunni þess gætu íslensk heilbrigðisyfirvöld bætt upplýsingar og ráðleggingar til almennings og áhættuhópa með sambærilegum hætti og gert hefur verið í mörgum vestrænum löndum.

Það er von mín að slík vefsíða sem mun birtast almenningi í sinni frumgerð eftir 2 vikur (föstudaginn 22. mars 2013) geti þróast með þeim hætti að hún auðveldi upplýst skoðanaskipti um þetta verðuga málefni og álitamál í því sambandi. Upplýsingar með tenglum verða birtar á vefsíðu Blóðbankans www.blodbankinn.is og jafnframt verða tenglar í þessa síðu kynntar á Facebook-síðu Blóðbankans.

Með kveðju

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.

PS:
Þeir sem hafa spurningar til Blóðbankans eða yfirlæknis Blóðbankans um þetta málefni eða önnur málefni geta sent þær á tölvupóstinn:

blood@landspitali.is

 

Dr. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir
Blóðbankinn , Landspítali-háskólasjúkrahús

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania