Fara beint í efnið
Blóðbankinn Forsíða
Blóðbankinn Forsíða

Blóðbankinn

Leið blóðsins

Leið blóðsins

Skref fyrir skref

  1. Skráning
    Blóðgjafi gefur persónuupplýsingar, sýnir skilríki og fyllir út heilsufarsblað.

  2. Viðtal
    Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsupplýsingar með blóðgjafa og mælir blóðþrýsting. Starfsfólk Blóðbankans eru bundnir þagnarskyldu og farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

  3. Undirbúningur
    Blóðpoki og sýnaglös eru merkt og farið er yfir merkingar með blóðgjafa.

  4. Blóðgjöf
    Á 5-8 mínútum eru teknir 450 millilítrar úr handlegg meðan blóðgjafi hvílið á blóðtökubekk.

  5. Hressing
    Blóðgjafinn fær hressingu á kaffistofunni og jafnar sig um stund.

  6. Rannsóknir
    Blóðflokkun, mótefnaskimun blóðflokka, almenn blóðrannsókn og veiruskimun.

  7. Framleiðsla blóðhluta
    Heilblóðið er spunnið í skilvindu og aðskilið í blóðhluta: Rauðkornaþykkni, blóðvökva og blóðflögur.

  8. Gæðaeftirlit
    Gengið er úr skugga um að allir blóðhlutar standist strangar gæðakröfur.

  9. Blóðhlutabirgðir
    Blóðhlutarnir verða hluti af nauðsynlegum birgðum sem tryggja öryggi heilbrigðisþjónustu.

  10. Sýnataka úr sjúklingum
    Sýni úr sjúklingum eru send í Blóðbankann til rannsókna og undirbúnings á blóðhlutainngjöf.

  11. Prófun og afgreiðsla
    Þegar sjúklingur þarf blóðgjöf eru samræmingarpróf gerð milli blóðþega og blóðgjafa.

  12. Flutningur
    Eftir samræmingarpróf er blóðhlutinn fluttur frá Blóðbankanum til sjúkrastofnunar.

  13. Inngjöf
    Nú er blóðhlutinn til taks fyrir sjúklinginn vegna skurðaðgerðar eða annarra læknismeðferða.

Fræðslumyndband: Hvað verður um blóðið?