Hvaða blóðflokkum má blanda saman við blóðgjöf?

Mynd fengin frá: http://en.wikipedia.org/wiki/Image:ABO

Í þessari tilraun munt þú læra að sumum blóðflokkum er óhætt að blanda saman í blóðgjöf en öðrum ekki.

Í tilraunina þarf:

    • 5 glös eða bolla
    • dropateljara eða meðalasprautu
    • rauðan og bláan matarlit
    • vatn


1. Fylltu fjóra bolla af vatni og merktu þá A-flokkur, B-flokkur, AB-flokkur og O-flokkur.
Skildu fimmta bollann eftir tóman og merktu hann "Sjúklingur".2. Settu rauðan matarlit í bollann merktan A,
bláan matarlit í bolla B
og bæði rauðan og bláan matarlit í AB-bollann.
Ekki setja neinn lit í bollann sem merktur er með O.


3. Helltu smá vatni úr einhverjum bollanna í bollann sem þú merktir sjúklingur.
Nú er sjúklingurinn þinn í þeim blóðflokki og þarf að fá gefið blóð.
Til að gefa honum blóð byrjar þú á því að taka "blóð" úr einum af hinum fjórum flokkum með dropateljara eða meðalasprautu og bætir því í sjúklingsbollann. Ef liturinn á vatninu breytist ekki hefur blóðgjöfin tekist. Ef liturinn breytist er hins vegar ekki hægt að gefa sjúklingnum blóð úr þessum blóðflokki. Endurtaktu tilraunina með mismunandi blóðflokkum þangað til að þú ert búin(n) að fá nægar upplýsingar til að fylla út í töfluna. Passaðu að þrífa sjúklingsbollann vel áður en þú setur nýjan lit af vatni í hann annars geta niðurstöðurnar ruglast.

Af hverju er hægt að blanda sumum blóðflokkum saman við blóðgjöf en öðrum ekki?

Gerðu aðra tilraun!


 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania