ABO

Í ABO blóðflokkakerfinu eru fjórir mismunandi blóðflokkar. Þeir kallast A,B,O og AB.
Á yfirborði rauðu blóðkornanna eru efni sem kallast mótefnavakar. Í ABO kerfinu eru tveir mótefnavakar sem kallast A og B. Blóðflokkurinn ákvarðast af því hvaða mótefnavakar eru til staðar á rauðu blóðkornunum.

Skipting blóðgjafahópsins eftir blóðflokkum gefur nokkra mynd af því hvernig þjóðin skiptist í A, B, AB og O.  Hlutfallslegur fjöldi O- blóðgjafa í blóðgjafahópnum er þó mun meiri en landsmeðaltal, en gera má ráð fyrir að hlutfall O- einstaklinga meðal þjóðarinnar sé um 7,5%. O- er neyðarblóð, þ. e. það blóð er notað í slysum og þegar gefa þarf einstaklingi blóð áður en búð er að ganga úr skugga um í hvaða blóðflokki hann er. Því leggur Blóðbankinn ríka áherslu á að finna O- blóðgjafa.
Þetta graf sýnir skiptingu virkra blóðgjafa eftir flokkum árin 2011 og 2012.

 

Mótefni eru efni sem bindast samsvarandi mótefnavaka og gera hann óvirkan. Á fyrsta aldursári myndast í blóði okkar mótefni gegn þeim ABO mótefnavökum sem við erum ekki með. Ef mótefni kemst í snertingu við samsvarandi mótefnavaka bindast þau þeim og kekkja blóðkornin.

Það getur verið lífshættulegt að fá í sig blóð af ósamræmanlegum ABO blóðflokki.

Heiti ABO blóðflokka, mótefnavakar og mótefni

Hægt er að gefa rauð blóðkorn á milli mismunandi ABO blóðflokka en það verður að fara eftir ákveðnum reglum.

Inngjöf rauðra blóðkorna milli ABO blóðflokka:

Inngjöf rauðra blóðkorna milli ABO blóðflokka:

Inngjöf rauðra blóðkorna milli ABO blóðflokka

Eins og sjá má á myndinni er hægt að gefa þeim sem flokkast AB rauð blóðkorn úr öllum öðrum ABO blóðflokkum. Þetta stafar af því að AB einstaklingar eru hvorki með anti-A né anti-B mótefni í blóðvökva. Á hinn bóginn getur einsaklingur í AB- eingöngu gefið þeim sem eru í hans blóðflokki.

Þeir sem flokkast O geta ekki þegið rauð blóðkorn frá öðrum ABO flokkum en sínum eigin. Þeir eru með anti-A og anti-B blóðkorn í blóðvökva. Þessi mótefni myndu setjast utan á A, B eða AB blóðkorn sem kæmu inn í líkamann og kekkja þau.

Það getur því verið lífshættulegt að gefa O einstaklingi A, B eða AB rauð blóðkorn.

Eins og fram kemur hér í töflunni hér neðar getur sem dæmi einstaklingur sem er í O- eingöngu fengið blóð úr einstaklingum sem eru í O- eða O+ en hann getur hins vegar gefið öllum öðrum ABO flokkunum.

 

Sjá töfluna hér sem sýnir hvað hver ABO blóðflokkur getur gefið og þegið af rauðum blóðkornum milli blóðflokka:

 

Blóðflokkur

Getur gefið þessum flokkum

Getur fengið úr þessum flokkum

O-

Öllum

O- eingöngu

O+

AB+, A+, B+, O+ O- og O+

A-

AB-, AB+, A+, A- O- og A-

A+

AB+ og A+ O-, O+, A-, A+ 

B-

B-, B+, AB-, AB+ O- og B-

B+

B+ og AB+ O-, O+, B-, B+ 

AB-

AB- og AB+ O-, A-, B-, AB-

AB+

AB+ eingöngu Öllum

 

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania