Persónuvottun

Persónuvottun er mjög mikilvægur hluti af öruggri blóðbankaþjónustu. Persónuvottun jafngildir ábyrgð þess starfsmanns sem tekur sýnið á að sýnið sé úr réttum sjúklingi.

Við sýnatöku skal staðfesta að um réttan sjúkling sé að ræða.
Sjúklingur gefur sjálfur upp fullt nafn og kennitölu, nema ástand hans hamli því og skal þá nota armmerki. Ef sjúklingur er ekki með armmerki þarf að fá annan starfsmann, sem veit hver sjúklingurinn er, til að staðfesta að um réttan sjúkling sé að ræða.

Undirskrift þess starfsmanns sem tekur sýnið jafngildir ábyrgð á að sýnið sé úr réttum einstaklingi, sbr. "Undirritaður tók meðfylgjandi sýni úr einstaklingnum sem skráður er á sýnaglas og beiðni".

Blóðbankinn gerir ekki umbeðna rannsókn ef persónuvottun vantar.

null

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania