Lög og reglur

Í eftirfarandi lögum eru sérstök ákvæði um Blóðbankann:

1. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007
Þar segir m.a. í 20. grein: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hans er að:
...
6. starfrækja blóðbanka sem hefur með höndum blóðbankaþjónustu á landsvísu.

2. Lyfjalög nr. 93/1994
Þar segir m.a. í 3. grein: Hlutverk Lyfjastofnunar er sem hér segir:
...
10. Að hafa eftirlit með starfsemi blóðbanka hvað varðar m.a. meðferð, geymslu og meðhöndlun blóðs og blóðafurða. Um eftirlit landlæknis með starfsemi blóðbanka fer skv. VI. kafla laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi blóðbanka, skráningu aukaverkana, framkvæmd eftirlits o.fl. í reglugerð.

Einnig eru í gildi eftirfarandi reglugerðir um þá þjónustu sem Blóðbankinn sinnir:

1. Reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs nr. 441/2006 sbr. breytingu (1.) nr. 1024/2007
2. Reglugerð um gæði og öryggi við meðhöndlun frumna og vefja úr mönnum nr. 1188/2008

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania