Frétt

16. 05 2012

Fyrsti hundraðshöfðinginn í Blóðbankanum á Akureyri.

Gaf blóð í 100. skiptið

Það voru merkileg tímamót hjá Blóðbankanum á Sjúkrahúsinu á Akureyri í morgun, þegar Arnór Þorgeirsson starfsmaður FSA, mætti til að gefa blóð í 100 skipti. Arnór er jafnframt sá fyrsti til þess að ná þessum áfanga á Akureyri.

„Ég yngist með hverri blóðgjöf og mér líður vel á eftir,” sagði Arnór við Vikudag í morgun en hann gaf fyrst blóð árið 1986. Starfsemi Blóðbankans hefur gengið vel, að sögn Guðrúnar Hildar Guðmundsdóttur deildarstjóra en að meðaltali koma um 8-10 blóðgjafar á dag. Blóðbankinn er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8.15 til 14, en lokað er á föstudögum.

Alls gáfu 1373 einstaklingar blóð hjá Blóðbankanum á liðnu ári, heldur færri en árið þar á undan þegar þeir voru 1492 talsins. Árið 2011 skráðu 150 manns sig inn sem nýir blóðgjafar hjá bankanum en árið áður 171.

Til baka
16. 05 2012

Fyrsti hundraðshöfðinginn í Blóðbankanum á Akureyri.

Gaf blóð í 100. skiptið

Það voru merkileg tímamót hjá Blóðbankanum á Sjúkrahúsinu á Akureyri í morgun, þegar Arnór Þorgeirsson starfsmaður FSA, mætti til að gefa blóð í 100 skipti. Arnór er jafnframt sá fyrsti til þess að ná þessum áfanga á Akureyri.

„Ég yngist með hverri blóðgjöf og mér líður vel á eftir,” sagði Arnór við Vikudag í morgun en hann gaf fyrst blóð árið 1986. Starfsemi Blóðbankans hefur gengið vel, að sögn Guðrúnar Hildar Guðmundsdóttur deildarstjóra en að meðaltali koma um 8-10 blóðgjafar á dag. Blóðbankinn er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8.15 til 14, en lokað er á föstudögum.

Alls gáfu 1373 einstaklingar blóð hjá Blóðbankanum á liðnu ári, heldur færri en árið þar á undan þegar þeir voru 1492 talsins. Árið 2011 skráðu 150 manns sig inn sem nýir blóðgjafar hjá bankanum en árið áður 171.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania