Frétt

14. 11 2011

Aðalfundur Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands.

Aðalfundur Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands verður haldinn
miðvikudaginn 16. nóvember næstkomandikl.kl. 17:00 - 19:00 að Snorrabraut 60, 3 hæð, húsi Blóðbankans.
Ásamt venjubundnum aðalfundardagskrá verður fyrirlestur
um mikilvægi blóðgjafar haldinn ásamt fyrirlestri um notkun
blóðeininga á slysadeild. Boðið verður upp á veitingar að loknum
fundi. Blóðgjafar 30 ára og yngri eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Einnig hvetjum við áhugasama að hafa samband við Jón Þorsteinn
Sigurðsson (jts@centrum.is), formann UBGFÍ, ef það vill bjóða sig fram
til setu í stjórn UBGFÍ.


Dagskrá fundarins er s.kv. 5 gr. laga UBGFÍ:

Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.
Skýrsla stjórnar lögð fram til atkvæða.
Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins.
Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar
og umræðu skv. 8. gr.
Tillögur að breytingum á lögum, skv. 9. gr.
Kosning formanns samkvæmt 6 gr.
Kosning annarra stjórnarmanna s.kv. 6 gr.
Kosninga skoðunarmanns.
Önnur mál.

Með vinsemd,

Jón Þorsteinn Sigurðsson
Formaður UBGFÍ

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania