Frétt

19. 08 2011

Glerlistakona í heimsókn í blóðbankann

Anna María (ljósmyndari), Marianne (röntgenlæknir/aðstoðarkona) og Sigga Heimis með blóðkornin

Anna María (ljósmyndari), Marianne (röntgenlæknir/aðstoðarkona) og Sigga Heimis með blóðkornin.

Hönnuðurinn/listakonan Sigga Heimis (hefur hannað fyrir IKEA) kom í heimsókn í Blóðbankann til að mynda glerlistaverk eftir sig með blóðgjafa.

Hún hefur hannað nokkur glerlíffæri í samstarfi við við eitt stærsta glerlistasafn í heimi. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar um líffæragjafir.

Hjarta, nýru, auga og rauð blóðkorn eru dæmi um líffæri sem þau bjuggu til og mynduðu síðan í umhverfi sem tengjast þeim. Nýrun voru t.d. mynduð með sjúklingi í blóðskilun og blóðkornin voru mynduð með blóðgjafa. Fjölni Guðmundsyni blóðgjafa fannst alveg sjálfsagt mál að sitja fyrir með glerblóðkornunum á meðan hann gaf blóð.

Á menningarnótt verða glerlíffærin og myndirnar til sýnis í vinnustofu Siggu á Mýrargötu, gamla Liborius-húsinu.
Í Fréttablaðinu 17. ágúst 2011 er viðtal við Siggu og myndir.

Til baka
19. 08 2011

Glerlistakona í heimsókn í blóðbankann

Anna María (ljósmyndari), Marianne (röntgenlæknir/aðstoðarkona) og Sigga Heimis með blóðkornin

Anna María (ljósmyndari), Marianne (röntgenlæknir/aðstoðarkona) og Sigga Heimis með blóðkornin.

Hönnuðurinn/listakonan Sigga Heimis (hefur hannað fyrir IKEA) kom í heimsókn í Blóðbankann til að mynda glerlistaverk eftir sig með blóðgjafa.

Hún hefur hannað nokkur glerlíffæri í samstarfi við við eitt stærsta glerlistasafn í heimi. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar um líffæragjafir.

Hjarta, nýru, auga og rauð blóðkorn eru dæmi um líffæri sem þau bjuggu til og mynduðu síðan í umhverfi sem tengjast þeim. Nýrun voru t.d. mynduð með sjúklingi í blóðskilun og blóðkornin voru mynduð með blóðgjafa. Fjölni Guðmundsyni blóðgjafa fannst alveg sjálfsagt mál að sitja fyrir með glerblóðkornunum á meðan hann gaf blóð.

Á menningarnótt verða glerlíffærin og myndirnar til sýnis í vinnustofu Siggu á Mýrargötu, gamla Liborius-húsinu.
Í Fréttablaðinu 17. ágúst 2011 er viðtal við Siggu og myndir.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania