Frétt

12. 05 2005

Kristbjörn Orri Guðmundsson fær viðurkenningu fyrir vísindastörf


Viðurkenning til ungra vísindamanna á LSH
Hringsalur 12. maí 2005
Kristbjörn Orri Guðmundsson
líffræðingur
Kristbjörn Orri Guðmundsson líffræðingur M. Sc. (f. 1970) hóf störf í Blóðbankanum árið 1995 að loknu lokaprófi í líffræði við Háskóla Íslands.
Í rannsóknarstörfum sínum í Blóðbankanum hefur hann lagt megináherslu á rannsóknir á blóðmyndandi stofnfrumum en jafnframt komið að rannsóknum á skyldum sviðum.

Rannsóknarverkefni hans til meistaraprófs hét: "CD34+ frumur og B-eitilfrumur í naflastrengsblóði: blóðmyndandi forverafrumur, þroskaferill B-frumna og mótefnamyndandi B-frumur" og varði hann það við læknadeild Háskóla Íslands árið 1999. Verkefnið leitaðist við að kortleggja þroskaferil frá blóðmyndandi stofnfrumum yfir í B frumur sem framleiða immunoglobulin. Í þessu verkefni lagði hann grunninn að fjölda aðferða sem nú eru notaðar í Blóðbankanum við grunnrannsóknir og þjónustu á sviði stofnfrumuígræðslu fyrir sjúklinga.
Kristbjörn Orri hefur síðan komið að kennslu og þjálfun nema í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands, auk þess að standa að námskeiðum um blóðmyndandi stofnfrumur á vegum læknadeildar HÍ ásamt fjölda samstarfsaðila.
Hann hefur sömuleiðis verið handleiðandi í námsverkefnum líffræðinema og læknanema við HÍ, auk þess að vera virkur í mastersverkefni Ólafs Eysteins Sigurjónssonar (2001): Megakaryocyte Development in vitro: differentiation, ploidy and apoptosis, sem unnið var í Blóðbankanum með fjölda samstarfsaðila.

Árið 2000 hóf Kristbjörn Orri doktorsnám við Háskóla Íslands, aðalleiðbeinendur eru Þórunn Rafnar hjá UVS og Torstein Egeland yfirlæknir við Rikshopitalet í Osló. Verkefnið nefnist: GENE EXPRESSION IN HEMATOPOIETIC STEM CELL DEVELOPMENT. ANALYSIS OF GENE EXPRESSION IN DIFFERENT SUBPOPULATIONS OF HEMATOPOIETIC STEM CELLS WITH RELEVANCE TO SELF-RENEWAL, COMMITMENT, AND DIFFERENTIATION þar sem meginmarkmiðið var að nota stofnfrumulínumódel til að einangra gen sem hafa með endurnýjun og sérhæfingu blóðmyndandi stofnfrumna að gera.

Í þessu verkefni hefur Kristbjörn Orri lagt grunninn að virku tengslaneti innan lands og víða um heim. Auk samstarfsaðila hér á landi, sem eru fjölmargir, þá er víðtækt samstarf við Rikshospitalet í Osló og við Bandarísku krabbameinsstofnunina (National Cancer Institute, NCI) þar sem fyrst skal nefna Jonathan R. Keller og Neil G. Copeland.

Jafnframt grunnrannsóknum sínum hefur Kristbjörn Orri verið í forystusveitinni sem lagði grunninn að klínískri þjónustu á sviði stofnfrumuígræðslu á Íslandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Blóðbankans, blóðlækningadeildar og blóðmeinafræði LSH. Kristbjörn Orri hefur þannig lagt mikilsvert framlag til að veita reynslu úr grunnrannsóknum og þróun inn í klíníska starfsemi sem nýtist íslenskum sjúklingum.

Kristbjörn Orri mun að loknu doktorsprófi í júní nk. fara til starfa við bandarísku krabbameinsstofnunina (NCI) í post-doktoral stöðu á rannsóknarstofu Jonathans R. Keller.

Til baka
12. 05 2005

Kristbjörn Orri Guðmundsson fær viðurkenningu fyrir vísindastörf


Viðurkenning til ungra vísindamanna á LSH
Hringsalur 12. maí 2005
Kristbjörn Orri Guðmundsson
líffræðingur
Kristbjörn Orri Guðmundsson líffræðingur M. Sc. (f. 1970) hóf störf í Blóðbankanum árið 1995 að loknu lokaprófi í líffræði við Háskóla Íslands.
Í rannsóknarstörfum sínum í Blóðbankanum hefur hann lagt megináherslu á rannsóknir á blóðmyndandi stofnfrumum en jafnframt komið að rannsóknum á skyldum sviðum.

Rannsóknarverkefni hans til meistaraprófs hét: "CD34+ frumur og B-eitilfrumur í naflastrengsblóði: blóðmyndandi forverafrumur, þroskaferill B-frumna og mótefnamyndandi B-frumur" og varði hann það við læknadeild Háskóla Íslands árið 1999. Verkefnið leitaðist við að kortleggja þroskaferil frá blóðmyndandi stofnfrumum yfir í B frumur sem framleiða immunoglobulin. Í þessu verkefni lagði hann grunninn að fjölda aðferða sem nú eru notaðar í Blóðbankanum við grunnrannsóknir og þjónustu á sviði stofnfrumuígræðslu fyrir sjúklinga.
Kristbjörn Orri hefur síðan komið að kennslu og þjálfun nema í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands, auk þess að standa að námskeiðum um blóðmyndandi stofnfrumur á vegum læknadeildar HÍ ásamt fjölda samstarfsaðila.
Hann hefur sömuleiðis verið handleiðandi í námsverkefnum líffræðinema og læknanema við HÍ, auk þess að vera virkur í mastersverkefni Ólafs Eysteins Sigurjónssonar (2001): Megakaryocyte Development in vitro: differentiation, ploidy and apoptosis, sem unnið var í Blóðbankanum með fjölda samstarfsaðila.

Árið 2000 hóf Kristbjörn Orri doktorsnám við Háskóla Íslands, aðalleiðbeinendur eru Þórunn Rafnar hjá UVS og Torstein Egeland yfirlæknir við Rikshopitalet í Osló. Verkefnið nefnist: GENE EXPRESSION IN HEMATOPOIETIC STEM CELL DEVELOPMENT. ANALYSIS OF GENE EXPRESSION IN DIFFERENT SUBPOPULATIONS OF HEMATOPOIETIC STEM CELLS WITH RELEVANCE TO SELF-RENEWAL, COMMITMENT, AND DIFFERENTIATION þar sem meginmarkmiðið var að nota stofnfrumulínumódel til að einangra gen sem hafa með endurnýjun og sérhæfingu blóðmyndandi stofnfrumna að gera.

Í þessu verkefni hefur Kristbjörn Orri lagt grunninn að virku tengslaneti innan lands og víða um heim. Auk samstarfsaðila hér á landi, sem eru fjölmargir, þá er víðtækt samstarf við Rikshospitalet í Osló og við Bandarísku krabbameinsstofnunina (National Cancer Institute, NCI) þar sem fyrst skal nefna Jonathan R. Keller og Neil G. Copeland.

Jafnframt grunnrannsóknum sínum hefur Kristbjörn Orri verið í forystusveitinni sem lagði grunninn að klínískri þjónustu á sviði stofnfrumuígræðslu á Íslandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Blóðbankans, blóðlækningadeildar og blóðmeinafræði LSH. Kristbjörn Orri hefur þannig lagt mikilsvert framlag til að veita reynslu úr grunnrannsóknum og þróun inn í klíníska starfsemi sem nýtist íslenskum sjúklingum.

Kristbjörn Orri mun að loknu doktorsprófi í júní nk. fara til starfa við bandarísku krabbameinsstofnunina (NCI) í post-doktoral stöðu á rannsóknarstofu Jonathans R. Keller.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania