Frétt

13. 06 2012

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur 14. júní

14. júní ár hvert er alþjóða blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim.  Í tilefni dagsins verða Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn með uppákomur  í Blóðbankanum við Snorrabraut. Opið verður til kl. 19:00.

Í hádeginu verður boðið uppá grillaðar pylsur og þeir sem gefa blóð þennan dag fá rauða rós  frá Blómabændum. Síðdegis frá kl. 17:00-19:00 verða grillaðar pylsur, blöðrur, hoppukastali og boðið uppá andlitsmálun fyrir börnin. Ingó í Veðurguðunum skemmtir með spili og söng milli kl. 16:00 og 17:00.

Í Blóðbankanum á Akureyri fá blóðgjafar rauða rós í tilefni dagsins og eitthvað gott með kaffinu. Opið verður til kl. 14:00. 

Eftirtöldum aðilum þökkum við stuðninginn:

Íslenskir Blómabændur, Sild og fiskur,  Guðnabakarí og Ingólfur Þórarinsson.

 

Til baka
13. 06 2012

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur 14. júní

14. júní ár hvert er alþjóða blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim.  Í tilefni dagsins verða Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn með uppákomur  í Blóðbankanum við Snorrabraut. Opið verður til kl. 19:00.

Í hádeginu verður boðið uppá grillaðar pylsur og þeir sem gefa blóð þennan dag fá rauða rós  frá Blómabændum. Síðdegis frá kl. 17:00-19:00 verða grillaðar pylsur, blöðrur, hoppukastali og boðið uppá andlitsmálun fyrir börnin. Ingó í Veðurguðunum skemmtir með spili og söng milli kl. 16:00 og 17:00.

Í Blóðbankanum á Akureyri fá blóðgjafar rauða rós í tilefni dagsins og eitthvað gott með kaffinu. Opið verður til kl. 14:00. 

Eftirtöldum aðilum þökkum við stuðninginn:

Íslenskir Blómabændur, Sild og fiskur,  Guðnabakarí og Ingólfur Þórarinsson.

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania