Frétt

13. 06 2012

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur 14. júní

14. júní ár hvert er alþjóða blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim.  Í tilefni dagsins verða Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn með uppákomur  í Blóðbankanum við Snorrabraut. Opið verður til kl. 19:00.

Í hádeginu verður boðið uppá grillaðar pylsur og þeir sem gefa blóð þennan dag fá rauða rós  frá Blómabændum. Síðdegis frá kl. 17:00-19:00 verða grillaðar pylsur, blöðrur, hoppukastali og boðið uppá andlitsmálun fyrir börnin. Ingó í Veðurguðunum skemmtir með spili og söng milli kl. 16:00 og 17:00.

Í Blóðbankanum á Akureyri fá blóðgjafar rauða rós í tilefni dagsins og eitthvað gott með kaffinu. Opið verður til kl. 14:00. 

Eftirtöldum aðilum þökkum við stuðninginn:

Íslenskir Blómabændur, Sild og fiskur,  Guðnabakarí og Ingólfur Þórarinsson.

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania