Frétt

29. 08 2019

Breytingar á reglum varðandi nokkur lyf

Í Blóðbankanum er alltaf verið að endurskoða reglur og nú hafa reglur breyst varðandi nokkur lyf. 

Nú mega þeir gefa blóð sem:

  • eru með vanstarfssemi í skjaldkirtli og lyfjaskammti ekki verið breytt síðustu 6 mánuði https://blodgjafi.is/1256
  • hafa greinst með háan blóðþrýsting sem er undir góðri stjórn á ákveðnum blóðþrýstingslyfjum og lyfjaskammti ekki verið breytt síðustu 4 vikur https://blodgjafi.is/1088

  • Einnig hafa ýmis væg þunglyndislyf bæst í hóp þeirra lyfja sem má gefa blóð á https://blodgjafi.is/1192

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania