Frétt

05. 06 2018

Getur þú orðið blóðgjafi?

Þeir sem eru á aldrinum 18-65 ára geta í það minnsta athugað hvort þeir geta orðið blóðgjafar.
Við viljum endilega fá alla til að koma og athuga hvort þeir geti gerst blóðgjafar.
Gott er að vita að:

 • Ef þú ert á aldrinum 18 - 65 ára, yfir 50 kg að þyngd og heilsuhraust/ur getur þú gerst blóðgjafi
 • Í hvert skipti sem þú kemur til að gefa blóð þarftu að framvísa persónuskilríkjum með mynd og þú ert skráður í tölvukerfi Blóðbankans
 • Þú þarft að fylla út heilsufarsskýrslu sem þú undirskrifar og samþykkir þar með að allar upplýsingarnar sem þú gefur upp séu réttar
 • Jafnframt samþykkir þú að gefa blóð, sjá bækling "upplýsingar varðandi blóðgjöf"
 • Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsskýrsluna með þér og mælir blóðþrýsting og púls
 • Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóðbankans og á að tryggja öryggi bæði blóðgjafa og blóðþega
 • Starfsfólk Blóðbankans er bundið þagnarskyldu svo farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál
 • Þér er velkomið að spyrja starfsfólk Blóðbankans spurninga hvenær sem er í blóðgjafarferlinu
 • Við fyrstu komu gefur þú ekki blóð heldur eru einungis tekin blóðsýni til:
 •     Blóðflokkunar- og rauðkornamótefnaskimunar
 •     Járnbirgðamælingar
 •     Almennra blóðrannsókna
 •     Skimunar fyrir lifrarbólgu B og C auk HIV
 • Eftir u. þ. b. 2 vikur mátt þú koma og gefa blóð ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi 
 • Ef eitthvað er athugavert við niðurstöðurnar er haft samband við þig
 • Karlar geta gefið blóð á 3ja mánaða fresti og konur á 4ra mánaða fresti
 • Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 70 ára aldurs
 • Sjá leitarsíðuna http://blodgjafi.is varðandi reglur Blóðbankans um heilsufar og blóðgjafir
 • Til baka
  05. 06 2018

  Getur þú orðið blóðgjafi?

  Þeir sem eru á aldrinum 18-65 ára geta í það minnsta athugað hvort þeir geta orðið blóðgjafar.
  Við viljum endilega fá alla til að koma og athuga hvort þeir geti gerst blóðgjafar.
  Gott er að vita að:

 • Ef þú ert á aldrinum 18 - 65 ára, yfir 50 kg að þyngd og heilsuhraust/ur getur þú gerst blóðgjafi
 • Í hvert skipti sem þú kemur til að gefa blóð þarftu að framvísa persónuskilríkjum með mynd og þú ert skráður í tölvukerfi Blóðbankans
 • Þú þarft að fylla út heilsufarsskýrslu sem þú undirskrifar og samþykkir þar með að allar upplýsingarnar sem þú gefur upp séu réttar
 • Jafnframt samþykkir þú að gefa blóð, sjá bækling "upplýsingar varðandi blóðgjöf"
 • Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsskýrsluna með þér og mælir blóðþrýsting og púls
 • Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóðbankans og á að tryggja öryggi bæði blóðgjafa og blóðþega
 • Starfsfólk Blóðbankans er bundið þagnarskyldu svo farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál
 • Þér er velkomið að spyrja starfsfólk Blóðbankans spurninga hvenær sem er í blóðgjafarferlinu
 • Við fyrstu komu gefur þú ekki blóð heldur eru einungis tekin blóðsýni til:
 •     Blóðflokkunar- og rauðkornamótefnaskimunar
 •     Járnbirgðamælingar
 •     Almennra blóðrannsókna
 •     Skimunar fyrir lifrarbólgu B og C auk HIV
 • Eftir u. þ. b. 2 vikur mátt þú koma og gefa blóð ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi 
 • Ef eitthvað er athugavert við niðurstöðurnar er haft samband við þig
 • Karlar geta gefið blóð á 3ja mánaða fresti og konur á 4ra mánaða fresti
 • Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 70 ára aldurs
 • Sjá leitarsíðuna http://blodgjafi.is varðandi reglur Blóðbankans um heilsufar og blóðgjafir
 • Til baka
  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania