Frétt

10. 06 2014

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur 12. júní

Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn halda alþjóða blóðgjafadaginn hátíðlegan fimmtudaginn 12. júní. Tilgangur þessa dags er að vekja athygli á blóðgjöfum og því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna og hvetja sem flesta til að gefa blóð.

Opið verður á Snorrabrautinni frá kl. 08:00-19:00. Áralöng hefð er fyrir því að blómabændur gefa blóðgjöfum gjöf þennan dag.Blóðgjafafélagið stendur fyrir hinum ýmsum uppákomum frá kl. 16:00 fyrir utan Blóðbankann.

Á Akureyri er opið frá kl. 08:15-14:00.

Allir velkomnir að heimsækja okkur þennan dag.

null

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania