Frétt

26. 03 2014

Farsæll blóðgjafi í 49 ár

nullGuðbjörn Magnússon kom í 176 skiptið í síðustu viku.

Guðbjörn hefur verið virkur blóðgjafi frá árinu 1965. Guðbjörn er í hinum eftirsótta blóðflokki O mínus, sem þýðir að hægt er að nota blóðið hans fyrir alla aðra. O mínus er svokallað neyðarblóð.

Þegar Guðbjörn var að byrja að gefa blóð var oft hringt í hann vegna vöntunar á blóði fyrir kornabörn. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig og orðið til þess að hann fór að koma svo reglulega og gefa.

Guðbjörn verður 70 ára í maí á þessu ári, en samkvæmt núgildandi reglum Blóðbankans má ekki gefa blóð lengur en til 70 ára. Það gæti þó átt eftir að breytast í framtíðinni og hafa einhver lönd þegar horfið frá því að vera með aldurstakmarkanir í þessa veru. 

Enginn núlifandi blóðgjafi hefur náð að gefa oftar en Guðbjörn og á hann svo sannarlega heiður skilið fyrir sitt stórkostlega framlag til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Í mars 2006 voru Guðbirni veitt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokkinum Hvunndagshetja ársins. 

Takk kærlega fyrir okkur Guðbjörn – þú ert sannarlega sterk fyrirmynd og gleymdu ekki að koma við hjá okkur og fá þér kaffi af og til.

null

Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri

Til baka
26. 03 2014

Farsæll blóðgjafi í 49 ár

nullGuðbjörn Magnússon kom í 176 skiptið í síðustu viku.

Guðbjörn hefur verið virkur blóðgjafi frá árinu 1965. Guðbjörn er í hinum eftirsótta blóðflokki O mínus, sem þýðir að hægt er að nota blóðið hans fyrir alla aðra. O mínus er svokallað neyðarblóð.

Þegar Guðbjörn var að byrja að gefa blóð var oft hringt í hann vegna vöntunar á blóði fyrir kornabörn. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig og orðið til þess að hann fór að koma svo reglulega og gefa.

Guðbjörn verður 70 ára í maí á þessu ári, en samkvæmt núgildandi reglum Blóðbankans má ekki gefa blóð lengur en til 70 ára. Það gæti þó átt eftir að breytast í framtíðinni og hafa einhver lönd þegar horfið frá því að vera með aldurstakmarkanir í þessa veru. 

Enginn núlifandi blóðgjafi hefur náð að gefa oftar en Guðbjörn og á hann svo sannarlega heiður skilið fyrir sitt stórkostlega framlag til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Í mars 2006 voru Guðbirni veitt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokkinum Hvunndagshetja ársins. 

Takk kærlega fyrir okkur Guðbjörn – þú ert sannarlega sterk fyrirmynd og gleymdu ekki að koma við hjá okkur og fá þér kaffi af og til.

null

Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania