Frétt

14. 11 2013

Blóðbankinn fagnar 60 ára starfsafmæli í dag

Í tilefni dagsins verður móttaka að Snorrabraut 60, 3. hæð kl.15-17. 
Allir velunnarar Blóðbankans eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra munu segja nokkur orð í tilefni dagsins.

Móttaka blóðgjafa er opin frá kl. 8-19

Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og starfsemi sína við blóðsöfnun, geymslu og afgreiðslu blóðs þann 14. nóvember 1953 í sérhönnuðu húsnæði við Barónsstíg í Reykjavík. Í maí árið 2007 flutti Blóðbankinn starfsemi sína að Snorrabraut 60, en hafði þá um 20 ára skeið búið við mikil þrengsli og óhagræði í húsnæðismálum. Blóðbankinn hefur átt samleið með íslensku þjóðinni í 60 ár. Blóðbankinn er með sönnu "banki allra landsmanna", enda ein af grunnstoðum íslenska heilbrigðiskerfisins.  

Tæplega 3.000 manns þiggja blóðhluta á ári hverju. Blóðbankinn sér um blóðsöfnun, vinnslu, prófun, geymslu og afgreiðslu allra blóðhluta fyrir íslenskt þjóðfélag þannig að öryggi blóðþega sé tryggt í hvívetna. Þjónustunet Blóðbankans er um land allt. Blóðbankinn er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri og í Blóðbankabílnum og  hefur styður einnig við starfsemi blóðstöðva sjúkrahúsa á landbyggðinni.

Á Íslandi eru í dag tæplega 7.000 virkir blóðgjafar og safnar Blóðbankinn rúmlega 12.000 heilblóðseiningum á ári. Úr heilblóðseiningum eru unnir blóðhlutar svo sem  rauðkornaþykkni, blóðvökvi (plasma) og blóðflögur.  Að auki er safnað sérhæfðum blóðhlutum í blóðfrumuskiljum (aferesis) og eru um 300 einstaklingar sérhæfðir gjafar í aferesis og gefa meira en 1.000 blóðhluta með þeim hætti.

Hér á heimasíðuna er komið margvíslegt fræðsluefni um starfsemina og í tilefni afmælisins verða birtar margar nýjungar á síðunni s.s. greinargott yfirlit um starfsemistölur á 60 ára vegferð Blóðbankans. Ennfremur eru tenglar á Sögu Blóðbankans sem Atli Sigþórsson, sagnfræðingur og rithöfundur hefur skráð. Við munum halda áfram að setja inn nýtt efni og uppfæra gamalt allt afmælisárið.  

  

 

 

 

 

 

Til baka
14. 11 2013

Blóðbankinn fagnar 60 ára starfsafmæli í dag

Í tilefni dagsins verður móttaka að Snorrabraut 60, 3. hæð kl.15-17. 
Allir velunnarar Blóðbankans eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra munu segja nokkur orð í tilefni dagsins.

Móttaka blóðgjafa er opin frá kl. 8-19

Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og starfsemi sína við blóðsöfnun, geymslu og afgreiðslu blóðs þann 14. nóvember 1953 í sérhönnuðu húsnæði við Barónsstíg í Reykjavík. Í maí árið 2007 flutti Blóðbankinn starfsemi sína að Snorrabraut 60, en hafði þá um 20 ára skeið búið við mikil þrengsli og óhagræði í húsnæðismálum. Blóðbankinn hefur átt samleið með íslensku þjóðinni í 60 ár. Blóðbankinn er með sönnu "banki allra landsmanna", enda ein af grunnstoðum íslenska heilbrigðiskerfisins.  

Tæplega 3.000 manns þiggja blóðhluta á ári hverju. Blóðbankinn sér um blóðsöfnun, vinnslu, prófun, geymslu og afgreiðslu allra blóðhluta fyrir íslenskt þjóðfélag þannig að öryggi blóðþega sé tryggt í hvívetna. Þjónustunet Blóðbankans er um land allt. Blóðbankinn er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri og í Blóðbankabílnum og  hefur styður einnig við starfsemi blóðstöðva sjúkrahúsa á landbyggðinni.

Á Íslandi eru í dag tæplega 7.000 virkir blóðgjafar og safnar Blóðbankinn rúmlega 12.000 heilblóðseiningum á ári. Úr heilblóðseiningum eru unnir blóðhlutar svo sem  rauðkornaþykkni, blóðvökvi (plasma) og blóðflögur.  Að auki er safnað sérhæfðum blóðhlutum í blóðfrumuskiljum (aferesis) og eru um 300 einstaklingar sérhæfðir gjafar í aferesis og gefa meira en 1.000 blóðhluta með þeim hætti.

Hér á heimasíðuna er komið margvíslegt fræðsluefni um starfsemina og í tilefni afmælisins verða birtar margar nýjungar á síðunni s.s. greinargott yfirlit um starfsemistölur á 60 ára vegferð Blóðbankans. Ennfremur eru tenglar á Sögu Blóðbankans sem Atli Sigþórsson, sagnfræðingur og rithöfundur hefur skráð. Við munum halda áfram að setja inn nýtt efni og uppfæra gamalt allt afmælisárið.  

  

 

 

 

 

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania