Frétt

01. 07 2013

Heilsufarsblað á ensku

Blóðbankinn hefur um langt skeið haft þá reglu að blóðgjafar þurfi að lesa, tala og skilja íslensku til þess að mega gerast blóðgjafar. Á haustmánuðum 2012 var ákveðið að stíga nýtt skref í þjónustu okkar og þýða heilsufarsblöð og smitsjúkdómabækling á ensku og taka á móti enskumælandi blóðgjöfum. Nauðsynlegt er að blóðgjafar geti lesið og skilið ensku.
Þessi breyting okkar hefur vakið jákvæð viðbrögð og vonumst við til að blóðgjafar af erlendum uppruna sem geta talað og skilið ensku leggi leið sína til okkar.

Til baka
01. 07 2013

Heilsufarsblað á ensku

Blóðbankinn hefur um langt skeið haft þá reglu að blóðgjafar þurfi að lesa, tala og skilja íslensku til þess að mega gerast blóðgjafar. Á haustmánuðum 2012 var ákveðið að stíga nýtt skref í þjónustu okkar og þýða heilsufarsblöð og smitsjúkdómabækling á ensku og taka á móti enskumælandi blóðgjöfum. Nauðsynlegt er að blóðgjafar geti lesið og skilið ensku.
Þessi breyting okkar hefur vakið jákvæð viðbrögð og vonumst við til að blóðgjafar af erlendum uppruna sem geta talað og skilið ensku leggi leið sína til okkar.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania