Frétt

13. 06 2013

Pósturinn verður aðal styrktaraðili Blóðbankans næstu þrjú árin.

Samstarf Póstsins og Blóðbankans var innsiglað í dag þegar Blóðbankabíllin kom niður í Blóðbanka, en bíllinn er kominn í nýjan búning eftir að hafa þurft að fara í smá klössun.

Pósturinn mun styðja við Blóðbankann með ýmsum hætti m.a. með því að dreifa kynningarefni á stöðum þar sem bíllinn kemur, með dreifingu póstkorta, gjöf til blóðgjafa, sérstökum styrk til Blóðgjafafélagsins og fleira mætti telja.

Það er sérstaklega ánægjulegt að Pósturinn verði okkar styrktaraðili, enda liggja leiðir Póstsins og Blóðbankans saman á hverjum degi. Pósturinn flytur allt blóð fyrir okkur auk þess sem við munum fá að nota aðstöðu póstsins um landið þar sem við verðum með Blóðbankabílinn.

Til baka

Myndir með frétt

  13. 06 2013

  Pósturinn verður aðal styrktaraðili Blóðbankans næstu þrjú árin.

  Samstarf Póstsins og Blóðbankans var innsiglað í dag þegar Blóðbankabíllin kom niður í Blóðbanka, en bíllinn er kominn í nýjan búning eftir að hafa þurft að fara í smá klössun.

  Pósturinn mun styðja við Blóðbankann með ýmsum hætti m.a. með því að dreifa kynningarefni á stöðum þar sem bíllinn kemur, með dreifingu póstkorta, gjöf til blóðgjafa, sérstökum styrk til Blóðgjafafélagsins og fleira mætti telja.

  Það er sérstaklega ánægjulegt að Pósturinn verði okkar styrktaraðili, enda liggja leiðir Póstsins og Blóðbankans saman á hverjum degi. Pósturinn flytur allt blóð fyrir okkur auk þess sem við munum fá að nota aðstöðu póstsins um landið þar sem við verðum með Blóðbankabílinn.

  Til baka

  Myndir með frétt

   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania