Frétt

05. 06 2013

Blóðbankabíllinn hjá Krabbameinsfélaginu

 

Blóðbankabíllinn var hjá Krabbameinsfélaginu mánud. 03. júní. Tilefnið var aukið samstarf milli Krabbameinsfélagsins og Blóðbankans. Það er ánægjulegt að þessir aðilar efli samstarf sín á milli, enda liggja leiðir þeirra saman í ýmsum skilningi. 

 Með því að koma með Blóðbankabílinn til Krabbameinsfélagsins gátu starfsmenn félagsins kynnt sér starfsemi Blóðbankans betur, kannað möguleikann á því að verða blóðgjafar og margir hverjir orðið blóðgjafar. Í framhaldinu munu starfsmenn Blóðbankans fá frekari kynningu á starfsemi Krabbameinsfélagsins.

Á milli 20-30 % af blóðhlutum sem fara frá Blóðbankanum eru notaðir til lækninga á krabbameinstengdum sjúkdómum. Þannig er það sameiginlegt markmið okkar að halda uppi nægum blóðbirgðum í landinu. Við í Blóðbankanum fögnum auknu samstarfi við þetta öfluga félag.

 

Til baka

Myndir með frétt

  05. 06 2013

  Blóðbankabíllinn hjá Krabbameinsfélaginu

   

  Blóðbankabíllinn var hjá Krabbameinsfélaginu mánud. 03. júní. Tilefnið var aukið samstarf milli Krabbameinsfélagsins og Blóðbankans. Það er ánægjulegt að þessir aðilar efli samstarf sín á milli, enda liggja leiðir þeirra saman í ýmsum skilningi. 

   Með því að koma með Blóðbankabílinn til Krabbameinsfélagsins gátu starfsmenn félagsins kynnt sér starfsemi Blóðbankans betur, kannað möguleikann á því að verða blóðgjafar og margir hverjir orðið blóðgjafar. Í framhaldinu munu starfsmenn Blóðbankans fá frekari kynningu á starfsemi Krabbameinsfélagsins.

  Á milli 20-30 % af blóðhlutum sem fara frá Blóðbankanum eru notaðir til lækninga á krabbameinstengdum sjúkdómum. Þannig er það sameiginlegt markmið okkar að halda uppi nægum blóðbirgðum í landinu. Við í Blóðbankanum fögnum auknu samstarfi við þetta öfluga félag.

   

  Til baka

  Myndir með frétt

   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania