Frétt

16. 05 2013

Starfsmaður Blóðbankans varði doktorsgráðu

Ramona Lieder varði þann 15. maí doktorsgráðu sína við tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ramona er starfsmaður Blóðbankans og vann doktorsverkefni sitt þar undir handleiðslu Ólafs E. Sigurjónssonar, forstöðumanns rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum og lektors við Háskólann í Reykjavík.

Verkefni Ramonu bar titilinn Chitosan and Chitosan derivatives in stem cell biology and tissue engineering  og samanstóð af fjórum rannsóknargreinum sem birtar hafa verið í virtum vísindatímaritum og einu handriti.

Verkefnið fjallaði um hvernig kítinfásykrur og kítin afleiður unnar úr rækjuskel geta haft áhrif á beinséhæfingu mesenchymal stofnfruma og hvort nota megi slík efni til húðunar á títanígræðum t.d. liðskiptum og við tannígræðslu. Einnig var kannað hvort inneitur ( endotoxin) geti haft áhrif á beinsérhæfingu mesenchymal stofnfruma.

   

 

 

 

Til baka
16. 05 2013

Starfsmaður Blóðbankans varði doktorsgráðu

Ramona Lieder varði þann 15. maí doktorsgráðu sína við tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ramona er starfsmaður Blóðbankans og vann doktorsverkefni sitt þar undir handleiðslu Ólafs E. Sigurjónssonar, forstöðumanns rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum og lektors við Háskólann í Reykjavík.

Verkefni Ramonu bar titilinn Chitosan and Chitosan derivatives in stem cell biology and tissue engineering  og samanstóð af fjórum rannsóknargreinum sem birtar hafa verið í virtum vísindatímaritum og einu handriti.

Verkefnið fjallaði um hvernig kítinfásykrur og kítin afleiður unnar úr rækjuskel geta haft áhrif á beinséhæfingu mesenchymal stofnfruma og hvort nota megi slík efni til húðunar á títanígræðum t.d. liðskiptum og við tannígræðslu. Einnig var kannað hvort inneitur ( endotoxin) geti haft áhrif á beinsérhæfingu mesenchymal stofnfruma.

   

 

 

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania