Frétt

27. 03 2013

Frá yfirlækni Blóðbankans 27. mars 2013.

 Á fræðslusíðu Blóðbankans getur að líta ýmislegt fróðlegt efni um MSM sjá: http://www.blodbankinn.is/fraedsla/fraedsluefni-fyrir-blodgjafa/gogn-vardandi-serstakar-reglur-um-blodgjafir.-gogn-um-msm-og-blodgjafir/ 

Nú hefur bæst við þetta upplýsingaefni efni sem tengist ákvörðun breskra heilbrigðisyfirvalda að breyta reglum sínum hvað varðar bann við blóðgjöf karla sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM). Þessar breytingar tóku gildi síðla árs 2011.

Karlmönnum sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM) er nú leyfilegt að gefa blóð í Bretlandi, ef þeir hafa ekki haft mök við annan karlmann síðustu 12 mánuði fyrir blóðgjöfina.

Hér getur að líta samantekt sérstakrar ráðgjafanefndar breskra heilbrigðisyfirvalda og gagnleg dæmi um greinar í læknisfræðilegum tímaritum bæði fyrir og eftir þessa breytingu. Þar er meðal annars gerð grein fyrir þeim skimunaraðferðum sem notaðar eru í Bretlandi og víðar; svonefndri kjarnsýrugreiningu (NAT-screening).

Það er von mín að þessi gögn geti verið áhugasömum til gagns í þessari mikilvægu umræðu.

Það er sömuleiðis von mín að okkur takist öllum að halda uppi málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga málefni, og gæta virðingar fyrir mismunandi sjónarmiðum í hvívetna.

Yfirlæknir Blóðbankans

Til baka
27. 03 2013

Frá yfirlækni Blóðbankans 27. mars 2013.

 Á fræðslusíðu Blóðbankans getur að líta ýmislegt fróðlegt efni um MSM sjá: http://www.blodbankinn.is/fraedsla/fraedsluefni-fyrir-blodgjafa/gogn-vardandi-serstakar-reglur-um-blodgjafir.-gogn-um-msm-og-blodgjafir/ 

Nú hefur bæst við þetta upplýsingaefni efni sem tengist ákvörðun breskra heilbrigðisyfirvalda að breyta reglum sínum hvað varðar bann við blóðgjöf karla sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM). Þessar breytingar tóku gildi síðla árs 2011.

Karlmönnum sem hafa haft mök við aðra karlmenn (MSM) er nú leyfilegt að gefa blóð í Bretlandi, ef þeir hafa ekki haft mök við annan karlmann síðustu 12 mánuði fyrir blóðgjöfina.

Hér getur að líta samantekt sérstakrar ráðgjafanefndar breskra heilbrigðisyfirvalda og gagnleg dæmi um greinar í læknisfræðilegum tímaritum bæði fyrir og eftir þessa breytingu. Þar er meðal annars gerð grein fyrir þeim skimunaraðferðum sem notaðar eru í Bretlandi og víðar; svonefndri kjarnsýrugreiningu (NAT-screening).

Það er von mín að þessi gögn geti verið áhugasömum til gagns í þessari mikilvægu umræðu.

Það er sömuleiðis von mín að okkur takist öllum að halda uppi málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga málefni, og gæta virðingar fyrir mismunandi sjónarmiðum í hvívetna.

Yfirlæknir Blóðbankans

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania