Frétt

05. 03 2013

Panta tíma í blóðgjöf

Nú geta blóðgjafar sent okkur tölvupóst í gegnum hnapp á forsíðu www.blodbankinn.is  "Panta tíma í blóðgjöf" og fengið bókaðan tíma í blóðgjöf.

Með því að bóka tíma getur blóðgjafi verið viss um að vera næstur inn þegar hann kemur. Þannig á blóðgjafi ekki að þurfa að bíða nema örfáar mínútur og koman til okkar verður öll afslappaðri og betri. Þannig getur blóðgjafi gengið að því vísu að hann geti gefið þegar hann kemur án þess að þurfa að bíða lengi.  Blóðgjafinn fær jafnframt sent sms daginn áður til þess að minna sig á bókaðan tíma.

Við vonum að þessi þjónusta falli vel í kramið hjá blóðgjöfum okkar en ætlun okkar er smám saman að fikra okkur yfir í það að vera alfarið með bókaða tíma í Blóðbankanum við Snorrabraut.  Blóðbankabíllin mun ekki bjóða upp á tímapantanir til að byrja með en vonandi munum við geta bókað tíma þar líka í framtíðinni. Blóðgjafar geta áfram komið án tímapantana en mikilvægt er að muna það að þeir sem eiga bókaða tíma munu hafa forgang.

 

Til baka
05. 03 2013

Panta tíma í blóðgjöf

Nú geta blóðgjafar sent okkur tölvupóst í gegnum hnapp á forsíðu www.blodbankinn.is  "Panta tíma í blóðgjöf" og fengið bókaðan tíma í blóðgjöf.

Með því að bóka tíma getur blóðgjafi verið viss um að vera næstur inn þegar hann kemur. Þannig á blóðgjafi ekki að þurfa að bíða nema örfáar mínútur og koman til okkar verður öll afslappaðri og betri. Þannig getur blóðgjafi gengið að því vísu að hann geti gefið þegar hann kemur án þess að þurfa að bíða lengi.  Blóðgjafinn fær jafnframt sent sms daginn áður til þess að minna sig á bókaðan tíma.

Við vonum að þessi þjónusta falli vel í kramið hjá blóðgjöfum okkar en ætlun okkar er smám saman að fikra okkur yfir í það að vera alfarið með bókaða tíma í Blóðbankanum við Snorrabraut.  Blóðbankabíllin mun ekki bjóða upp á tímapantanir til að byrja með en vonandi munum við geta bókað tíma þar líka í framtíðinni. Blóðgjafar geta áfram komið án tímapantana en mikilvægt er að muna það að þeir sem eiga bókaða tíma munu hafa forgang.

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania