Frétt

04. 03 2013

Brettum upp ermar - gefum blóð

Í dag mánudaginn 4. mars mun Blóðbankinn  í samstarfi við Samtök atvinnulífsins  (SA) hrinda af stað átakinu Brettum upp ermar – gefum blóð. 

Samningur þessa efnis verður undirritaður hjá Marel í Garðabæ kl 11:00 þar sem rætt verður um átakið og mikilvægi blóðgjafar fyrir samfélagið. Samstarf Blóðbankans og SA er liður í því að fjölga blóðgjöfum sem koma  reglubundið  í Blóðbankann.

Það er mikilvægt fyrir Blóðbankann og blóðgjafa að þeir komist frá vinnu til að gefa blóð.  Blóðbankinn þarf að fá um um 2000  nýja blóðgjafa á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum. Blóðgjafahópurinn er um 9000 manns sem koma um 14000 sinnum á ári Að meðaltali þarf Blóðbankinn því 70 blóðgjafa alla opnunardaga. Blóðbankinn er staðsettur við Snorrabraut í Reykjavík og er með starfstöð á Akureyri auk þess sem Blóðbankabíllinn er á ferðinni um allt land. Nú er mögulegt að bóka tíma í blóðgjöf og mun Blóðbankinn í auknum mæli óska eftir að blóðgjafar geri það. Með því móti má stytta biðtíma og ná betra jafnvægi í innkomu blóðgjafa, lagerhaldi og mönnun. 

Það eru fyrirtækin Marel, Já og Rio Tinto Alcan á Íslandi sem styðja þetta átak Blóðbankans og SA.  Forstjórar fyrirtækjanna sýna gott fordæmi með því að hvetja starfsfólk  sitt til blóðgjafar á vinnutíma.  Mánudaginn 4. mars verður samkomulag um „Brettum upp ermar  –  gefum  blóð“ formfest í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ og hefst formleg dagskrá kl 11:00.  Blóðbankabíllinn verður á staðnum og munu starfsmenn Marel gefa blóð í tilefni dagsins. Einnig verða forstjórar Rio Tinto Alcan og Já á staðnum, ásamt Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra  lögfræðistofunnar Lagastoðar. Hann lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum misserum og naut blóðgjafar í kjölfarið. Hann  styður átakið  „Brettum  upp  ermar  –  gefum blóð.“ 

Til baka
04. 03 2013

Brettum upp ermar - gefum blóð

Í dag mánudaginn 4. mars mun Blóðbankinn  í samstarfi við Samtök atvinnulífsins  (SA) hrinda af stað átakinu Brettum upp ermar – gefum blóð. 

Samningur þessa efnis verður undirritaður hjá Marel í Garðabæ kl 11:00 þar sem rætt verður um átakið og mikilvægi blóðgjafar fyrir samfélagið. Samstarf Blóðbankans og SA er liður í því að fjölga blóðgjöfum sem koma  reglubundið  í Blóðbankann.

Það er mikilvægt fyrir Blóðbankann og blóðgjafa að þeir komist frá vinnu til að gefa blóð.  Blóðbankinn þarf að fá um um 2000  nýja blóðgjafa á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum. Blóðgjafahópurinn er um 9000 manns sem koma um 14000 sinnum á ári Að meðaltali þarf Blóðbankinn því 70 blóðgjafa alla opnunardaga. Blóðbankinn er staðsettur við Snorrabraut í Reykjavík og er með starfstöð á Akureyri auk þess sem Blóðbankabíllinn er á ferðinni um allt land. Nú er mögulegt að bóka tíma í blóðgjöf og mun Blóðbankinn í auknum mæli óska eftir að blóðgjafar geri það. Með því móti má stytta biðtíma og ná betra jafnvægi í innkomu blóðgjafa, lagerhaldi og mönnun. 

Það eru fyrirtækin Marel, Já og Rio Tinto Alcan á Íslandi sem styðja þetta átak Blóðbankans og SA.  Forstjórar fyrirtækjanna sýna gott fordæmi með því að hvetja starfsfólk  sitt til blóðgjafar á vinnutíma.  Mánudaginn 4. mars verður samkomulag um „Brettum upp ermar  –  gefum  blóð“ formfest í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ og hefst formleg dagskrá kl 11:00.  Blóðbankabíllinn verður á staðnum og munu starfsmenn Marel gefa blóð í tilefni dagsins. Einnig verða forstjórar Rio Tinto Alcan og Já á staðnum, ásamt Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra  lögfræðistofunnar Lagastoðar. Hann lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum misserum og naut blóðgjafar í kjölfarið. Hann  styður átakið  „Brettum  upp  ermar  –  gefum blóð.“ 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania