Frétt

31. 12 2012

Gleðilegt nýtt ár

Takk kæru blóðgjafar fyrir árið sem er að líða.

Nú er árið 2013 gengið í garð og gott ár að baki. Starfsemi Blóðbankans hefur gengið afar vel og getum við verið stolt af því. Ekki síst getum við verið ánægð með hvað gekk vel að safna blóði fyrir og yfir jólahátíðina - það hefðum við ekki getað án ykkar.

Árið 2012 komu um 9000 blóðgjafar og gáfu alls um 15000 einingar af blóði til hátt í 5000 sjúklinga.

Framundan er spennandi ár þar sem við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu okkar eins og frekast er kostur. Við ætlum að taka upp aukna þjónustu við blóðgjafa sem felst í bókun tíma í blóðgjöf og er framtíðin sú að blóðgjafi geti bókað tíma í blóðgjöf á netinu og í símanum sínum. Við ætlum að bæta aðstöðu fyrir blóðgjafa í kaffistofunni og erum að fá þráðlaust net og vonumst til þess að geta skipt yfir í rafrænt heilsufarsblað á næsta ári. Auk þess er verið að þýða heilsufarsblaðið og aðrar nauðsynlegar upplýsingar á ensku og mun það gera okkur kleift að taka á móti enskumælandi blóðgjöfum. Við vonumst svo til þess að geta fjölgað frekar ferðum bílsins og er draumur okkar að bíllinn geti verið á ferðinni fjóra daga vikunnar í stað tveggja en hann er okkar helsta leið til þess að ná í nýja blóðgjafa.

Með öllu þessu viljum við bæta þjónustuna og reyna að jafna álagið á starfseminni eins og frekast er kostur. Við leitumst við að jafna álagstoppa í starfsemi okkar en það hjálpar okkur í þeirri viðleitni að bæta þjónustu við blóðgjafa og eykur jafnframt öryggi sjúklinga með því að blóðhlutabirgðir verði stöðugri.

Kæru Blóðbankavinir takk enn og aftur fyrir ykkar stuðning, megi árið framundan verða ykkur gæfuríkt - við hlökkum til að sjá ykkur.

Til baka
31. 12 2012

Gleðilegt nýtt ár

Takk kæru blóðgjafar fyrir árið sem er að líða.

Nú er árið 2013 gengið í garð og gott ár að baki. Starfsemi Blóðbankans hefur gengið afar vel og getum við verið stolt af því. Ekki síst getum við verið ánægð með hvað gekk vel að safna blóði fyrir og yfir jólahátíðina - það hefðum við ekki getað án ykkar.

Árið 2012 komu um 9000 blóðgjafar og gáfu alls um 15000 einingar af blóði til hátt í 5000 sjúklinga.

Framundan er spennandi ár þar sem við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu okkar eins og frekast er kostur. Við ætlum að taka upp aukna þjónustu við blóðgjafa sem felst í bókun tíma í blóðgjöf og er framtíðin sú að blóðgjafi geti bókað tíma í blóðgjöf á netinu og í símanum sínum. Við ætlum að bæta aðstöðu fyrir blóðgjafa í kaffistofunni og erum að fá þráðlaust net og vonumst til þess að geta skipt yfir í rafrænt heilsufarsblað á næsta ári. Auk þess er verið að þýða heilsufarsblaðið og aðrar nauðsynlegar upplýsingar á ensku og mun það gera okkur kleift að taka á móti enskumælandi blóðgjöfum. Við vonumst svo til þess að geta fjölgað frekar ferðum bílsins og er draumur okkar að bíllinn geti verið á ferðinni fjóra daga vikunnar í stað tveggja en hann er okkar helsta leið til þess að ná í nýja blóðgjafa.

Með öllu þessu viljum við bæta þjónustuna og reyna að jafna álagið á starfseminni eins og frekast er kostur. Við leitumst við að jafna álagstoppa í starfsemi okkar en það hjálpar okkur í þeirri viðleitni að bæta þjónustu við blóðgjafa og eykur jafnframt öryggi sjúklinga með því að blóðhlutabirgðir verði stöðugri.

Kæru Blóðbankavinir takk enn og aftur fyrir ykkar stuðning, megi árið framundan verða ykkur gæfuríkt - við hlökkum til að sjá ykkur.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania