Frétt

26. 12 2012

Landsbjörg gefur tíu kappakökur, "Gunnar á Hlíðarenda"

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ákveðið að gefa okkur tíu kappakökur, "Gunnar á Hlíðarenda" sem við munum gefa okkar dyggustu blóðgjöfum. BLóðgjafar eru engu síðri kappar en Gunnar á Hlíðarenda.

Við höfum þegar bókað níu blóðflögu- og plasmagjafa í blóðskiljuvélar á milli jóla og nýárs og viljum við verðlauna þessa blóðgjafa sérstaklega.

Hver og einn þeirra er í 90-100 mínútur í vélinni hjá okkur og koma þeir gjafar yfirleitt á um 6 vikna fresti. Okkur er sérstök ánægja af því að geta þakkað þeim með gjöf. Við leituðum til Landsbjargar nú rétt fyrir jólin með þessa hugmynd og er aðdáunarvert að Landsbjörg sé tilbúin að leggja okkur lið með þessu framlagi. Það var ekki sjálfgefið enda Landsbjörg í flugeldasölu til þess að afla fjár fyrir rekstur afar mikilvægs málstaðar.

Við þökkum Landsbjörgu kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf.

Gleðilegt ár kæru blóðbankavinir!

Starfsfólk Blóðbankans

 

Til baka
26. 12 2012

Landsbjörg gefur tíu kappakökur, "Gunnar á Hlíðarenda"

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ákveðið að gefa okkur tíu kappakökur, "Gunnar á Hlíðarenda" sem við munum gefa okkar dyggustu blóðgjöfum. BLóðgjafar eru engu síðri kappar en Gunnar á Hlíðarenda.

Við höfum þegar bókað níu blóðflögu- og plasmagjafa í blóðskiljuvélar á milli jóla og nýárs og viljum við verðlauna þessa blóðgjafa sérstaklega.

Hver og einn þeirra er í 90-100 mínútur í vélinni hjá okkur og koma þeir gjafar yfirleitt á um 6 vikna fresti. Okkur er sérstök ánægja af því að geta þakkað þeim með gjöf. Við leituðum til Landsbjargar nú rétt fyrir jólin með þessa hugmynd og er aðdáunarvert að Landsbjörg sé tilbúin að leggja okkur lið með þessu framlagi. Það var ekki sjálfgefið enda Landsbjörg í flugeldasölu til þess að afla fjár fyrir rekstur afar mikilvægs málstaðar.

Við þökkum Landsbjörgu kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf.

Gleðilegt ár kæru blóðbankavinir!

Starfsfólk Blóðbankans

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania