Hvít blóðkorn

Hvítfrumum má skipta í tvo megin flokka sjá nánar>>
Frumur með ónæmisvirkni (eitilfumur) og átfrumur (granulocytar og monocytar).

Hvítfrumurnar vernda okkur gegn ýmsum sýklum eins og bakteríum og veirum. Þar eru eitilfrumurnar mikilvægastar því þær hafa mjög sértæka virkni gegn sýklum meðan átfrumurnar eru ekki eins vandlátar. Eitilfumur eru af tveim megin gerðum: B-frumur og T-frumur. B-frumur mynda mótefni gegn sýklum sem finnast í blóðvökva. Mótefnin eru afar sértæk og bindast aðeins þeim þætti sem þau eru framleidd gegn.

Átfruma að ,,gleypa í sig tvær bakteríurT-frumur hafa m.a. það hlutverk að ræsa B-frumur en einnig eru þær mikilvægar í að uppræta sýkla sem eru innan frumu. T-frumur geta t.d. fundið veirusýktar frumur og drepið þær.

Átfrumur hirða upp (éta) ýmsan úrgang sem til fellur við störf eitilfrumnanna en einnig frumuleifar sem orðið hafa til við ,,eðlilegan" frumudauða. Einnig geta átfrumur upp á sitt einsdæmi étið sýkla, aðallega bakteríur og snýkjudýr (sjá mynd).

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania